Innlent

Óánægðir áskrifendur rifu kjaft við rangan aðila

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk, sem hefur sennilegast ætlað að hringja í Árvakur, hringdi í rangt númer til að segja upp áskrift á blaðinu. Mynd/ GVA.
Fólk, sem hefur sennilegast ætlað að hringja í Árvakur, hringdi í rangt númer til að segja upp áskrift á blaðinu. Mynd/ GVA.
„Ég er búin að fá sex símtöl á hálftíma frá fólki sem ætlar að segja upp áskrift af Morgunblaðinu," segir Eydís Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Huglausna sem rekur starfsemi á sviði upplýsingatækni og rekstri tölvukerfa og lausna.

Símanúmer hjá Huglausnum er 568 1100 en síminn hjá Morgunblaðinu er 569 1100 og því sennilegast að viðkomandi aðilar hafi slegið inn rangt númer. „Einn var nú bara með stæla og reif kjaft," segir Eydís í samtali við Vísi.

Nýir ritstjórar Morgunblaðsins, þeir Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen voru kynntir til leiks í dag. Þá var jafnframt tilkynnt að 40 manns myndu missa vinnuna og að sunnudagsblaði Morgunblaðsins yrði hér eftir dreift með laugardagsblaðinu.

Samkvæmt upplýsingum sem starfsfólk Morgunblaðsins hefur frá útgefanda mun Davíð Oddsson ekki koma að fréttaflutningi sem tengist bankahruninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×