Enski boltinn

Öllum tilboðum City hafnað

Roque Santa Cruz
Roque Santa Cruz NordicPhotos/GettyImages

Mark Hughes stjóri Manchester City hefur staðfest að Blackburn hafi hafnað nýju og bættu kauptilboði félagsins í framherjann Roque Santa Cruz.

Þá segir Sky að tilboðum félagsins í bæði Scott Parker og Craig Bellamy hjá West Ham hafi verið hafnað og að City sé nú að sækjast eftir Shay Given markverði Newcastle.

Daily Mail segir reyndar að City hafi þegar lagt fram 8 milljón punda tilboð í markvörðinn.

Daily Mirror segir að landsliðsmaðurinn Emile Heskey sé vel inni í myndinni hjá Liverpool ef hann kjósi að fara frá Wigan í janúar.

Og Daily Star gerir enn betur og segir að Barcelona sé að undirbúa 45 milljón punda pakkatilboð í Arsenal mennina Cesc Fabregas og Robin van Persie. Klárlega slúður dagsins til þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×