Innlent

Formaður utanríkismálanefndar yfirgaf Moggabloggið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Þór Sigurðsson er hættur að blogga á mbl.is. Mynd/ Pjetur.
Árni Þór Sigurðsson er hættur að blogga á mbl.is. Mynd/ Pjetur.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, er hættur að blogga á vef Morgunblaðsins. Á vef sínum segir Árni Þór ekki hvað valdi vistaskiptunum en ákvörðunina tók hann eftir að gerð var breyting á ritstjórn Morgunblaðsins.

„Eigendur Morgunblaðsins ákveða fyrir sig hvernig þeir haga sínum málum, en ég hef ákveðið hvað mig snertir að flytja bloggsíðu mína af mbl.is og yfir á visir.is. Ég þakka fyrir samfylgdina á þessum vettvangi og býð þeim sem vilja taka þátt í skoðanaskiptum við mig á netinu að gera þá á nýjum vettvangi," segir Árni Þór í síðustu færslunni á mbl.is.

Áður hafði Vísir greint frá því að Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar væri hætt að blogga á mbl.is

Blogg Árna Þórs er visir.is/arnithor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×