Enski boltinn

West Ham hafnaði tilboði Villa í Upson

NordicPhotos/GettyImages

Sky fréttastofan greinir frá því í dag að West Ham hafi hafnað kauptilboði frá Aston Villa í varnarmanninn Matthew Upson.

Sagt er að tilboðið hafi hljóðað upp á um 11 milljónir punda, en að talsvert hærri upphæð þyrfti til að losa hinn 29 ára gamla Upson frá Upton Park.

Mikið hefur verið slúðrað um að leikmenn West Ham séu til sölu, en félagið hefur enn náð að berja frá sér áhuga annara liða á t.a.m. Upson, Scott Parker og Craig Bellamy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×