Arizona í Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 23:38 Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona Cardinals. Nordic Photos / Getty Images Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens. Erlendar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira
Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens.
Erlendar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Í beinni: West Ham - Spurs | Með hugann í Noregi? Leo vann brons í Svíþjóð Í beinni: Real Madrid - Celta Vigo | Er enn von um titil? Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Sjá meira