Arizona í Super Bowl Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2009 23:38 Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona Cardinals. Nordic Photos / Getty Images Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens. Erlendar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira
Arizona Cardinals er komið í Super Bowl-úrslitaleikinn í NFL-deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Philadelphia Eagles í kvöld, 32-25. Síðast þegar að félagið vann meistaratitil í NFL-deildinni var liðið í Chicago. Það var árið 1947, tveimur áratugum áður en fyrsti Super Bowl-úrslitaleikurinn var leikinn. Arizona fer því í Super Bowl sem meistari Þjóðardeildarinnar. Arizona vann ekki nema níu af sextán leikjum liðsins áður en úrslitakeppnin hófst og áttu menn því ekki von á miklu frá liðinu. Sérstaklega þar sem Philadelphia Eagles hefur verið að spila frábæran varnarleik að undanförnu. En Kurt Warner, leikstjórnandi Arizona, og Larry Fitzgerald gerðu hreinlega grín að vörn Philadelphia í fyrri hálfleik. Fitzgerald skoraði þrjú snertimörk og Arizona leiddi með 24 stigum gegn sex eftir fyrri hálfleik. Flestir voru þá búnir að afskrifa Philadelphia enda liðið ekki búið að sýna mikið í sínum sóknarleik. En í þriðja leikhluta fór Donovan McNabb í gang og gaf tvær snertimarkssendingar, báðar á Brent Celek. Í fjórða leikhluta átti hann svo 62 jarda sendingu á DeSean Jackson sem skoraði snertimark og kom Philadelphia skyndilega yfir, 25-24. En Arizona, og þá sérstaklega Kurt Warner, neituðu að játa sig sigraða. Liðið kláraði 72 jarda kerfi á tæpum átta mínútum með snertimarki þegar þrjár mínútur voru eftir. Warner átti sendinguna á Hightower. Philadelphia fékk tækifæri til að svara en vörn Arizona stóðst álagið og heimamenn fögnuðu ótrúlegum sigri og langþráðu sæti í sjálfum úrslitaleiknum. Nú er að hefjast, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti, úrslitaleikur Ameríkudeildarinnar, viðureign Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens.
Erlendar Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Dagskráin í dag: Reykjavíkurslagur og Leeds snýr aftur Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Sjá meira