Enski boltinn

Enska b-deildin: Reading hafði betur í Íslendingaslag

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson. Nordic photos/AFP

Aron Einar Gunnarsson lék á nýjan leik með Coventry eftir meiðsli í 1-3 tapi gegn Reading í dag þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og Ívar Ingimarsson léku allan leikinn með Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ónotaður varamaður.

Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth sem vann góðan útisigur gegn Middlesbrough í fyrsta leik Gordon Strachan við stjórnvölin hjá Boro.

Emil Hallfreðsson gat ekki leikið í 1-2 sigri Barnsley gegn Peterbrough en Heiðar Helguson kom inn af bekknum í 5-0 tapi Watford gegn WBA eftir að hafa jafnað sig af meiðslum sem hafa haldið honum utan vallar í meira en mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×