Umfjöllun: Sextán ára strákur stóð sig eins og hetja í mögnuðum Stjörnusigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2009 18:15 Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/Valli Stjarnan vann 2-1 sigur á Fylki í uppgjöri spútnikliðanna á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en Björn Pálsson skoraði sigurmarkið á 34. mínútu. Stjörnumenn létu það ekki aftra sér að spila manni færri í 80 mínútur í kvöld og sextán ára varamarkvörður liðsins, Davíð Guðjónsson, kom inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik og stóð sig eins og hetja. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom Stjörnunni yfir á 4. mínútu þegar hann lyfti boltanum yfir Fjalar Þorgeirsson, markvörð Fylkis, sem var kominn ím skógarhlaup út úr markinu. Valur Fannar Gíslason jafnaði úr vítaspyrnunni sem var dæmd um leið og markvörðurinn Kjartan Ólafsson var rekinn útaf með rautt spjald. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar þurfti því að senda sextán ára strák í markið í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Davíð Guðjónsson fór í vitlaust horn í vítinu en óx síðan ásmeginn eftir það. Það var ekki nóg með að hann kæmi inn á óundirbúinn og við erfiðar aðstæður þá þurfti hann einnig að standa í marki á móti vindinum allan fyrri hálfleikinn. Fylkismenn tóku litla áhættu í leik sínum þrátt fyrir að vera orðnir manni fleiri og allar hættulegustu sóknir hálfleiksins voru áfram Stjörnumanna þrátt fyrir að þeir væri manni færri. Sigurmarkið kom eftir frábært upphlaup Steinþórs Freys Þorsteinssonar sem lék upp að endamörkum og inn í teiginn og lagði síðan boltann út á Björn Pálsson sem skoraði með þrumuskoti sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni. Stjörnumenn átti áfram margar góðar sóknir í seinni hálfleik en þegar leið á hálfleikinn þá jókst pressa gestanna úr Árbænum. Það var þó sama hvað Fylkismenn reyndi, Stjörnumenn börðust vel og lokuðu svæðunum og Davíð greip síðan inn í á hárréttum tíma þegar til þess þurfti. Steinþór Freyr Þorsteinsson var allt í öllu í sóknaraðgerðum Stjörnunmanna og duglegur að stríða stöðum varnarmönnum Fylkis sem gekk síðan einnig illa að verjast stórhættulegum föstum leikatriðum Garðabæjarliðsins. Steinþór skoraði fyrra markið og lagði síðan það seinna upp auk þess að búa til mun fleiri góð færi fyrir félaga sína. Davíð var maður leiksins, Daníel Laxdal, fyrirliði, var baráttumaður leiksins en Steinþór var besti maður vallarsins. Stjörnumenn hafa því unnið alla þrjá heimaleiki sína og fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Fylkismanna í sumar. Stjarnan-Fylkir 2-1 1-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (4.) 1-1 Valur Fannar Gíslason, víti (11.) 2-1 Björn Pálsson (34.) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 738 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (7) Skot (á mark): 17-8 (9-4) Varin skot: Kjartan 0, Davíð 4 - Fjalar 7. Horn: 8-6 Aukaspyrnur fengnar: 17-10 Rangstöður: 0-8 Stjarnan (4-5-1): Kjartan Ólafsson - Guðni Rúnar Helgason 7 Tryggvi Bjarnason 7 Daníel Laxdal 8 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Jóhann Laxdal -(10., Davíð Guðjónsson 8) - Maður leiksins - Birgir Hrafn Birgisson 7 (84., Andri Sigurjónsson -) Björn Pálsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 (90., Bjarki Páll Eysteinsson -) Fylkir(4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Einar Pétursson 5 Tómar Þorsteinsson 3 (46., Þórir Hannesson 5) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 (64., Ólafur Ingi Stígsson 5) Valur Fannar Gíslason 5 Halldór Arnar Hilmisson 4 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Pape Mamadou Faye 3 (46., Kjartan Andri Baldvinsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Leikurinn var í beinni á Boltavaktinni og má lesa lýsingu leiksins hér: Stjarnan - Fylkir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Töpuðum þessum leik ekki útaf gervigrasinu heldur hugarfarinu Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti að horfa upp á fyrsta tap sumarsins í Pepsi-deildinni þegar hans mönnum mistókst að nýta sér það að vera manni fleiri í 80 mínútur í 1-2 tapi fyrir Stjörnunni. 28. maí 2009 22:00 Hetja Stjörnumanna í kvöld: Ég var að deyja úr stressi Davíð Guðjónsson, sextán ára strákur, kom inn í mark Stjörnunnar eftir tíu mínútur, stóð sig eins og hetja og átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á Fylki. Davíð varði nokkrum sinnum mjög vel og greip hvað eftir annað vel inn í leikinn. 28. maí 2009 22:36 Bjarni Jóhannsson: Unnum frábærlega vel út úr þessari stöðu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar var himinlifandi eftir 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. 28. maí 2009 21:51 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Stjarnan vann 2-1 sigur á Fylki í uppgjöri spútnikliðanna á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en Björn Pálsson skoraði sigurmarkið á 34. mínútu. Stjörnumenn létu það ekki aftra sér að spila manni færri í 80 mínútur í kvöld og sextán ára varamarkvörður liðsins, Davíð Guðjónsson, kom inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik og stóð sig eins og hetja. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom Stjörnunni yfir á 4. mínútu þegar hann lyfti boltanum yfir Fjalar Þorgeirsson, markvörð Fylkis, sem var kominn ím skógarhlaup út úr markinu. Valur Fannar Gíslason jafnaði úr vítaspyrnunni sem var dæmd um leið og markvörðurinn Kjartan Ólafsson var rekinn útaf með rautt spjald. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar þurfti því að senda sextán ára strák í markið í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Davíð Guðjónsson fór í vitlaust horn í vítinu en óx síðan ásmeginn eftir það. Það var ekki nóg með að hann kæmi inn á óundirbúinn og við erfiðar aðstæður þá þurfti hann einnig að standa í marki á móti vindinum allan fyrri hálfleikinn. Fylkismenn tóku litla áhættu í leik sínum þrátt fyrir að vera orðnir manni fleiri og allar hættulegustu sóknir hálfleiksins voru áfram Stjörnumanna þrátt fyrir að þeir væri manni færri. Sigurmarkið kom eftir frábært upphlaup Steinþórs Freys Þorsteinssonar sem lék upp að endamörkum og inn í teiginn og lagði síðan boltann út á Björn Pálsson sem skoraði með þrumuskoti sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni. Stjörnumenn átti áfram margar góðar sóknir í seinni hálfleik en þegar leið á hálfleikinn þá jókst pressa gestanna úr Árbænum. Það var þó sama hvað Fylkismenn reyndi, Stjörnumenn börðust vel og lokuðu svæðunum og Davíð greip síðan inn í á hárréttum tíma þegar til þess þurfti. Steinþór Freyr Þorsteinsson var allt í öllu í sóknaraðgerðum Stjörnunmanna og duglegur að stríða stöðum varnarmönnum Fylkis sem gekk síðan einnig illa að verjast stórhættulegum föstum leikatriðum Garðabæjarliðsins. Steinþór skoraði fyrra markið og lagði síðan það seinna upp auk þess að búa til mun fleiri góð færi fyrir félaga sína. Davíð var maður leiksins, Daníel Laxdal, fyrirliði, var baráttumaður leiksins en Steinþór var besti maður vallarsins. Stjörnumenn hafa því unnið alla þrjá heimaleiki sína og fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Fylkismanna í sumar. Stjarnan-Fylkir 2-1 1-0 Steinþór Freyr Þorsteinsson (4.) 1-1 Valur Fannar Gíslason, víti (11.) 2-1 Björn Pálsson (34.) Stjörnuvöllur. Áhorfendur: 738 Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (7) Skot (á mark): 17-8 (9-4) Varin skot: Kjartan 0, Davíð 4 - Fjalar 7. Horn: 8-6 Aukaspyrnur fengnar: 17-10 Rangstöður: 0-8 Stjarnan (4-5-1): Kjartan Ólafsson - Guðni Rúnar Helgason 7 Tryggvi Bjarnason 7 Daníel Laxdal 8 Hafsteinn Rúnar Helgason 7 Steinþór Freyr Þorsteinsson 8 Jóhann Laxdal -(10., Davíð Guðjónsson 8) - Maður leiksins - Birgir Hrafn Birgisson 7 (84., Andri Sigurjónsson -) Björn Pálsson 7 Halldór Orri Björnsson 6 Þorvaldur Árnason 6 (90., Bjarki Páll Eysteinsson -) Fylkir(4-3-3): Fjalar Þorgeirsson 6 Andrés Már Jóhannesson 6 Kristján Valdimarsson 5 Einar Pétursson 5 Tómar Þorsteinsson 3 (46., Þórir Hannesson 5) Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 (64., Ólafur Ingi Stígsson 5) Valur Fannar Gíslason 5 Halldór Arnar Hilmisson 4 Ingimundur Níels Óskarsson 4 Pape Mamadou Faye 3 (46., Kjartan Andri Baldvinsson 5) Kjartan Ágúst Breiðdal 6 Leikurinn var í beinni á Boltavaktinni og má lesa lýsingu leiksins hér: Stjarnan - Fylkir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Töpuðum þessum leik ekki útaf gervigrasinu heldur hugarfarinu Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti að horfa upp á fyrsta tap sumarsins í Pepsi-deildinni þegar hans mönnum mistókst að nýta sér það að vera manni fleiri í 80 mínútur í 1-2 tapi fyrir Stjörnunni. 28. maí 2009 22:00 Hetja Stjörnumanna í kvöld: Ég var að deyja úr stressi Davíð Guðjónsson, sextán ára strákur, kom inn í mark Stjörnunnar eftir tíu mínútur, stóð sig eins og hetja og átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á Fylki. Davíð varði nokkrum sinnum mjög vel og greip hvað eftir annað vel inn í leikinn. 28. maí 2009 22:36 Bjarni Jóhannsson: Unnum frábærlega vel út úr þessari stöðu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar var himinlifandi eftir 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. 28. maí 2009 21:51 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Ólafur: Töpuðum þessum leik ekki útaf gervigrasinu heldur hugarfarinu Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, þurfti að horfa upp á fyrsta tap sumarsins í Pepsi-deildinni þegar hans mönnum mistókst að nýta sér það að vera manni fleiri í 80 mínútur í 1-2 tapi fyrir Stjörnunni. 28. maí 2009 22:00
Hetja Stjörnumanna í kvöld: Ég var að deyja úr stressi Davíð Guðjónsson, sextán ára strákur, kom inn í mark Stjörnunnar eftir tíu mínútur, stóð sig eins og hetja og átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á Fylki. Davíð varði nokkrum sinnum mjög vel og greip hvað eftir annað vel inn í leikinn. 28. maí 2009 22:36
Bjarni Jóhannsson: Unnum frábærlega vel út úr þessari stöðu Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar var himinlifandi eftir 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld. 28. maí 2009 21:51