Erlent

Bretar panta 30 milljónir gríma

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breska heilbrigðisráðuneytið hefur pantað 30 milljónir gríma til að hylja vit fólks og verja það þannig fyrir svínaflensunni sem geisar í heiminum. Sérfræðingar hafa þó bent á að grímurnar veiti litla sem enga vörn gegn veirunni sem veldur svínaflensu.

Opinber fyrirmæli breskra heilbrigðisyfirvalda gera þó heilbrigðisstarfsmönnum að bera slíkar grímur þegar þeir umgangast fólk sem smitast hefur eða talið er að hafi smitast af svínaflensu. Skuggaráðherra heilbrigðismála í Bretlandi bendir á að grímurnar, sem pantaðar hafa verið, muni að öllum líkindum ekki komast í umferð tímanlega þótt búið sé að panta þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×