Innlent

Loftrýmisgæsla hefst í næstu viku

Loftrýmisgæsla danska flughersins yfir Íslandi hefst í næstu viku. Fjórar F-sextán þotur Dana komu til landsins í dag. Gæslan nú kosta fimm sinnum minna en upphafleg kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

Fjórum F sextán herþotu danska hersins var lent á Keflavíkurflugvelli í dag ásamt birgðavél. Rúmlega fimmtíu manna herlið er einnig komið til landsins. Loftrýmisgæslan hefst formlega á mánudaginn.

Þetta er í þriðja sinn sem loftrýmisgæsla fer fram frá því samkomulag milli Íslands og Atlantshafsbandalagsins var gert um slíkt eftir brotthvarf varnarliðsins.

Frakkar komu síðasta vor og Bandaríkjamenn í september þegar æfingin Norðurvíkingur fór fram. Bretar áttu að koma í desember síðastliðnum en ekkert varð af því.

Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er kostnaður við gæsluna nú minni en áætlað var. Kostnaðaráætlun fyrir hverja gæslu hljóðaði upp á fimmtíu milljónir en kostnaður nú er rétt tæpar tíu milljónir. Danir og þær þjóðir sem koma á eftir hafa samþykkt að bera sjálfar hluta af þeim kostnaði í ljósi bankahrunsins í haust.

Íslendingar greiða fyrir húsnæði og fæði fyrir herliðið meðan það dvelur hér og rekstrarkostnað vegna afnota af flugvellinum og renna því greiðslur til innlendra þjónustuaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×