Innlent

Mikill verðmunur á bökunarvörum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mikill verðmunur var á bökunarvörum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum á landinu síðastliðinn mánudag.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða í rúmlega helmingi tilfella. Nánar tiltekið voru 26 vörur af þeim 49 vörum sem kannaðar voru ódýrastar í Bónus. Fjarðarkaup var næst oftast með lægsta verðið eða í 9 tilvikum.

Nóatún var oftast með hæsta verðið eða á 17 af þeim 49 vörum sem skoðaðar voru en Samkaup Úrval var næst oftast með hæsta verðið eða á 16 vörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×