Erlent

Kóróna Frelsisstyttunnar opnar á ný

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Kóróna Frelsisstyttunnar í New York verður að öllum líkindum opnuð fyrir gestum á ný á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í sumar, 4. júlí. Aðgangi að styttunni var lokað alveg eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 af öryggisástæðum en árið 2004 var gestum á ný hleypt inn á stallinn sem hún stendur á og í minjagripaverslun sem þar er. Yfirvöld í New York gera þó þann fyrirvara að þau hyggist bíða eftir skýrslu nefndar sem nú kannar öryggismál í styttunni og ákveða svo framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×