Enski boltinn

Redknapp skoðar leikmenn Inter

Marco Materazzi
Marco Materazzi NordicPhotos/GettyImages

Breskir fjölmiðlar orða Tottenham nú við að minnsta kosti fjóra leikmenn Inter Milan á Ítalíu. Umboðsmaður varnarmannsins Marco Materazzi segir að Tottenham hafi sýnt hinum 35 ára gamla Materazzi mikinn áhuga.

Þá hefur Tottenham einnig verið orðað við 8 milljón punda tilboð í Nicolas Burdisso - og þá Patrick Vieira og Mario Balotelli.

Allir leikmennirnir hafa raunar verið orðaðir við fleiri félög á Englandi líkt og Manchester City og Portsmouth.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×