Enski boltinn

Hatton vill peningamennina burt frá City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ricky Hatton og Sven-Göran Eriksson er sá síðarnefndi var knattspyrnustjóri Manchester City.
Ricky Hatton og Sven-Göran Eriksson er sá síðarnefndi var knattspyrnustjóri Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Hnefaleikakappinn Ricky Hatton, sem er dyggur stuðningsmaður Manchester City, er ekki ánægður með þá stefnu sem félagið hans hefur tekið síðan félagið var keypt af vellauðugum olíufurstum.

„Mér finnst eins og að þeir eiga að taka peningana sína og fara," er haft eftir Hatton í enskum fjölmiðlum. „Síðan að þessi peningur kom inn í félagið hafa stuðningsmenn haft gríðarlegar væntingar en allt hefur einhvern veginn farið til fjandans."

Fátt hefur farið hærra í knattspyrnuheiminum undanfarna viku en tilraun Manchester City til að kaupa Brasilíumanninn Kaka frá AC Milan.

„Eftir Kaka er það Messi og Torres - ég held reyndar ekki að hann muni fara frá Liverpool. En það er ekki hægt að fá bestu leikmenn heims til félagsins þegar liðið er í sjötta neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×