Íslenski boltinn

Ásmundur: Lélegt af okkar hálfu

Ásmundur Arnarsson var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld.
Ásmundur Arnarsson var ekki sáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld.

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum daufur í dálkinn að loknum leik Fjölnis og ÍBV þar sem hans menn lutu lægra haldi á heimavelli, 1-3.

„Frammistaðan var ekki upp á marga fiska og þetta var bara lélegt af okkar hálfu. ÍBV á fyllilega skilinn sigurinn," sagði Ásmundur.

Fjölnismenn voru meira með boltann í leiknum en náðu ekki að skapa sér nógu hættuleg færi. „Þeir náðu að opna okkur í byrjun, setja á okkur mark. Þeir pakka þá niður og spila skipulagðan varnarleik. Við reyndar fengum þokkalegan séns í fyrri hálfleik á móti vindinum en í seinni hálfleik detta þeir mjög aftarlega og gefa engin færi á sér," sagði Ásmundur.

Vörn Fjölnismanna var hriplek í leiknum og hefur verið það í upphafi móts en liðið hefur fengið á sig ellefu mörk. „Þetta er áhyggjuefni. Við erum búnir að fá allt of mörg mörk á okkur og við þurfum að laga það."






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×