Enski boltinn

Ferguson kvíðir því að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson er enn á fullu.
Sir Alex Ferguson er enn á fullu. Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson segist kvíða þeim degi þegar hann hættir starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United.

Ferguson er 67 ára gamall og hefur verið við stjórnvölinn hjá United í 23 ár.

„Ég er nú í vítaspyrnukeppninni á mínum ferli en óttast að hugsa um að hætta," sagði Ferguson í samtali við L'Equipe. „Ég hef verið í þessum bransa svo lengi að ég óttast það að líkaminn minn muni hætta að starfa þegar ég hætti í bransanum."

Hann á þó ekki von á því að halda áfram þegar hann verður kominn á áttræðisaldurinn.

„Ég mun hætta af einni af þremur ástæðum - ef heilsu minni hrakar, ef ég nýt starfsins ekki lengur eða ef ég hef ekki styrkinn til að takast á við áskorarirnar."

„Ég spyr mig þessara þriggja spurninga á hverju sumri. Ég byrja á því að fara til læknis en ég er meðvitaður um aldur minn eftir að ég fékk gangráð ígræddan fyrir fjórum eða fimm árum."

„Læknirinn minn segir mér að bakið mitt eigi ekki eftir að batna með árunum og að það munu koma dagar þar sem það verður virkilega erfitt að standa upp úr rúminu."

Ferguson var nærri hættur árið 2002 en hélt svo áfram. Hann hefur á ferlinum orðið enskur meistari tíu sinnum, bikarmeistari fimm sinnum, deildarbikarmeistari þrívegis og Evrópumeistari tvisvar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×