Enski boltinn

Villa að fá ungan Hollending

Elvar Geir Magnússon skrifar
Martin O'Neill hugar að framtíðinni.
Martin O'Neill hugar að framtíðinni.

Aston Villa er búið að ganga frá kaupum á Arsenio Halfhuid, sautján ára hollenskum leikmanni. Halfhuid er varnarmaður hjá Excelsior en kom upp úr unglingastarfi Feyenoord.

Hann hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Villa. Þar er hann hugsaður með framtíðina í huga en hann er talið mikið efni.

Halfhuid hefur vakið mikla athygli hjá Excelsior og telja margir að Aston Villa hafi gert góða hluti með því að fara svona leynt með að félagið væri að tryggja sér þjónustu hans því önnur lið hafa verið með augu á honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×