Erlent

Karlmaður skotinn í Kaupmannahöfn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og tveggja ára gamall karlmaður var skotinn í brjóstkassann í Nørrebro hverfinu í Kaupmannahöfn um hálfáttaleytið í kvöld að íslenskum tíma. Þrír sáust hlaupa burt frá vettvangi.

Alls var skotið sex skotum, eftir því sem nærstatt vitni fullyrðir í dönskum fjölmiðum. Fullyrt er að einu skotinu hafi verið hleypt af nærri netkaffi sem ungmenni af erlendum uppruna halda til í. Aðrar heimildir segja að einu skotinu hafi verið hleypt af í 7/Eleven verslun.

Sá sem var skotinn er ekki danskur að uppruna. Hinum særða var umsvifalaust ekið á spítala eftir skotárásina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×