Innlent

Velti bíl á Þykkvabæjarvegi

Bílvelta varð á Þykkvabæjarvegi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli var ökumaður einn á ferð og valt bíllinn eina og hálfa veltu og stöðvaðist á hvolfi ofan í skurði. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en meiðsli hans voru talin minniháttar. Lögregla segir að maðurinn megi teljast heppinn þar sem bíllinn sé mjög mikið skemmdur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×