Enski boltinn

Ronaldo falur fyrir 13,7 milljarða?

AFP

Spænska blaðið El Pais greinir frá því í dag að Manchester United hafi skrifað undir viljayfirlýsingu í fyrra um að selja Cristiano Ronaldo til Real Madrid í sumar ef spænska félagið er tilbúið að borga 13,7 milljarða fyrir hann.

Blaðið hefur þetta eftir fyrrum forseta Real Madrid, Ramon Calderon, en hann sagði af sér hjá félaginu í byrjun árs.

Gert er ráð fyrir að það verði Florentino Perez sem taki við forsetaembættinu hjá Real í sumar og að ef honum takist að semja um að fá að borga uppsetta upphæð á nokkrum árum - geti Real loksins landað leikmanninum sem hefur verið orðaður við félagið í meira en eitt ár.

El Pais segir hinsvegar að það gæti reynst erfitt að fá United-menn til að standa við samninginn eftir að upplýsingar um að hann væri til staðar hafi nú lekið út fyrir tilstuðlan forsetans fyrrverandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×