Enski boltinn

Alves er fótbrotinn

Nordic Photos/Getty Images

Brasilíski framherjinn Alfonso Alves spilar ekki meira með liði Middlesbrough á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fótbrotnað í viðskiptum við Nicky Butt hjá Newcastle í leik liðanna í gærkvöld.

Það er því ljóst að Alves, sem hefur skorað sjö mörk fyrir Boro í vetur, verður ekki með í lokaleikjum liðsins gegn Aston Villa og West Ham. Þar þarf Boro nauðsynlega á öllum stigum að halda til að eiga raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×