Umfjöllun: Tryggvi stal senunni í áttunda sigri FH í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2009 19:00 Tryggvi Guðmundsson skoraði bæði mörk FH í kvöld. Mynd/Valli Íslandsmeistarar FH unnu 2-0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld þar sem varamaðurinn Tryggvi Guðmundsson stal senunni og skoraði bæði mörk gestanna. Tryggvi kom inn á sem varamaður fyrir Alexander Söderlund á 9. mínútu og nýtti tækifærið vel. FH-ingar eru nú búnir að vinna átta leiki í röð í Pepsi-deildinni síðan þeir töpuðu gegn Keflvíkingum í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Það var í raun ótrúlegt að staðan í leiknum hafi enn verið markalaus í hálflelik en Íslandsmeistararnir hreinlega óðu í færum, sérstaklega um miðbik hálfleiksins. Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram og varði oft á tíðum stórglæsilega. Þar að auki átti Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skot í slá og virtist lánleysi FH-inga algert. En þeir gáfust ekki upp og hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Það tók þá ekki nema rúmar tvær mínútur að brjóta ísinn og var Tryggvi þar að verki. Guðmundur Sævarsson átti sendingu fyrir markið og náði Tryggvi að hrista af sér Auðun Helgason og stýra boltanum í netið. Seinna markið var keimlíkt því fyrra. Tryggvi vann sjálfur boltann á miðju vallarins og barst knötturinn á Matthías Vilhjálmsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Þar var Tryggvi aftur mættur á fjarstöng og aftur stýrði hann knettinum í autt markið. Yfirburðir FH-inga voru algerir fyrstu 60 mínútur leiksins. Þá gerðu Framarar tvöfalda skiptingu og Ívar Björnsson kom inn á í sóknina. Hann átti langhættulegasta færi þeirra bláklæddu er hann lét Daða Lárusson verja frá sér úr góðu færi eftir laglegan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar. Nær komust þeir þó ekki og niðurstaðan 2-0 sigur FH sem hefur nú þar að auki haldið hreinu í fjórum leikjum í röð. Þeir virðast hreinlega óstöðvandi og sýndu enn og aftur hversu þrautsegir þeir eru. Þeir héldu ótrauðir áfram, sama hvað á gekk. Framarar náðu ekki að fylgja eftir góðum 3-0 sigri á KR en liðið náði þó að köflum að setja saman ágætar sóknir þó svo að það vantaði mikið upp á að klára þær með þokkalegri marktilraun. Fram – FH 0-2 0-1 Tryggvi Guðmundsson (48.) 0-2 Tryggvi Guðmundsson (51.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 903 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6)Skot (á mark): 8-22 (2-15)Varin skot: Hannes 12 - Daði 2.Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 1-1Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 8 Daði Guðmundsson 5 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 (76. Joseph Tillen -) Halldór Hermann Jónsson 5 Ingvar Þór Ólason 5 (62. Jón Orri Ólafsson 5) Paul McShane 4 Almarr Ormarsson 4 (62. Ívar Björnsson 6) Hjálmar Þórarinsson 6FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Guðmundur Sævarsson 8 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (90. Björn Daníel Sverrisson -) Atli Guðnason 7 Alexander Söderlund –(9. Tryggvi Guðmundsson 8) – maður leiksins Atli Viðar Björnsson 5 (72. Matthías Guðmundsson -) Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes: Doði yfir okkur Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum. 25. júní 2009 22:43 Heimir: Ánægður með Tryggva Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð. 25. júní 2009 22:36 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Íslandsmeistarar FH unnu 2-0 sigur á Fram á Laugardalsvelli í kvöld þar sem varamaðurinn Tryggvi Guðmundsson stal senunni og skoraði bæði mörk gestanna. Tryggvi kom inn á sem varamaður fyrir Alexander Söderlund á 9. mínútu og nýtti tækifærið vel. FH-ingar eru nú búnir að vinna átta leiki í röð í Pepsi-deildinni síðan þeir töpuðu gegn Keflvíkingum í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Það var í raun ótrúlegt að staðan í leiknum hafi enn verið markalaus í hálflelik en Íslandsmeistararnir hreinlega óðu í færum, sérstaklega um miðbik hálfleiksins. Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram og varði oft á tíðum stórglæsilega. Þar að auki átti Ásgeir Gunnar Ásgeirsson skot í slá og virtist lánleysi FH-inga algert. En þeir gáfust ekki upp og hófu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Það tók þá ekki nema rúmar tvær mínútur að brjóta ísinn og var Tryggvi þar að verki. Guðmundur Sævarsson átti sendingu fyrir markið og náði Tryggvi að hrista af sér Auðun Helgason og stýra boltanum í netið. Seinna markið var keimlíkt því fyrra. Tryggvi vann sjálfur boltann á miðju vallarins og barst knötturinn á Matthías Vilhjálmsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Þar var Tryggvi aftur mættur á fjarstöng og aftur stýrði hann knettinum í autt markið. Yfirburðir FH-inga voru algerir fyrstu 60 mínútur leiksins. Þá gerðu Framarar tvöfalda skiptingu og Ívar Björnsson kom inn á í sóknina. Hann átti langhættulegasta færi þeirra bláklæddu er hann lét Daða Lárusson verja frá sér úr góðu færi eftir laglegan undirbúning Hjálmars Þórarinssonar. Nær komust þeir þó ekki og niðurstaðan 2-0 sigur FH sem hefur nú þar að auki haldið hreinu í fjórum leikjum í röð. Þeir virðast hreinlega óstöðvandi og sýndu enn og aftur hversu þrautsegir þeir eru. Þeir héldu ótrauðir áfram, sama hvað á gekk. Framarar náðu ekki að fylgja eftir góðum 3-0 sigri á KR en liðið náði þó að köflum að setja saman ágætar sóknir þó svo að það vantaði mikið upp á að klára þær með þokkalegri marktilraun. Fram – FH 0-2 0-1 Tryggvi Guðmundsson (48.) 0-2 Tryggvi Guðmundsson (51.) Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 903 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6)Skot (á mark): 8-22 (2-15)Varin skot: Hannes 12 - Daði 2.Horn: 3-7Aukaspyrnur fengnar: 12-6Rangstöður: 1-1Fram (4-4-2): Hannes Þór Halldórsson 8 Daði Guðmundsson 5 Auðun Helgason 7 Kristján Hauksson 7 Sam Tillen 5 Heiðar Geir Júlíusson 6 (76. Joseph Tillen -) Halldór Hermann Jónsson 5 Ingvar Þór Ólason 5 (62. Jón Orri Ólafsson 5) Paul McShane 4 Almarr Ormarsson 4 (62. Ívar Björnsson 6) Hjálmar Þórarinsson 6FH (4-3-3): Daði Lárusson 7 Guðmundur Sævarsson 8 Pétur Viðarsson 7 Tommy Nielsen 8 Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Davíð Þór Viðarsson 6 Matthías Vilhjálmsson 7 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 6 (90. Björn Daníel Sverrisson -) Atli Guðnason 7 Alexander Söderlund –(9. Tryggvi Guðmundsson 8) – maður leiksins Atli Viðar Björnsson 5 (72. Matthías Guðmundsson -)
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Hannes: Doði yfir okkur Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum. 25. júní 2009 22:43 Heimir: Ánægður með Tryggva Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð. 25. júní 2009 22:36 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Hannes: Doði yfir okkur Hannes Þór Halldórsson átti stórleik í marki Fram í kvöld en náði ekki að koma í veg fyrir 2-0 sigur FH á Laugardalsvellinum. 25. júní 2009 22:43
Heimir: Ánægður með Tryggva Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var vitanlega hæstánægður með sigur sinna manna á Fram í kvöld en þetta var áttundi sigurleikur FH í deildinni í röð. 25. júní 2009 22:36