Fótbolti

Chile gæti misst af HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / AFP
Svo gæti farið að Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, banni Chile að taka þátt í HM í knattspyrnu sem fer fram í Suður-Afríku á næsta ári.

FIFA hefur gefið knattspyrnusambandi Chile þrjá sólarhringa til að fara eftir fyrirmælum sínum vegna máls sem er komið upp þar í landi.

Þar hefur félagslið, Rangers, ákveðið að kæra þá ákvörðun að þrjú stig voru dregin af liðinu fyrir að tefla fram of mörgum útlendingum í einum leik. Það varð til þess að liðið féll um deild.

FIFA er hins vegar með skýrar reglur um að yfirvöld megi ekki skipta sér af slíkum málum. Það hefur því gefið knattspyrnusambandi Chile skýr fyrirmæli um að annað hvort hvetja félagið til að falla frá málssókninni eða beita því refsiaðgerðum.

Ef knattspyrnusamband Chile fer ekki eftir fyrirmælunum gæti framkvæmdanefnd FIFA ákveðið á fundi sínum í næstu viku að meina Chile þátttöku á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×