Enski boltinn

Manchester United skrefi nær enska meistaratitlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ji-Sung Park fagnar marki sínu á móti Middlesbrough í dag.
Ji-Sung Park fagnar marki sínu á móti Middlesbrough í dag. Mynd/AFP

Manchester United vann góðan 2-0 útisigur á Middlesbrough í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni. United-liðið er þar með komið með sex stiga forskot á Liverpool þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir.

Ryan Giggs skoraði eina mark fyrri hálfleiks á 25. mínútu og það var síðan Kóreumaðurinn Ji-Sung Park sem skoraði seinna markið á 51. mínútu eftir flottan undirbúning hjá Wayne Rooney.

Alex Ferguson hvíldi Portúgalan Cristiano Ronaldo í þessum leik en bæði Ryan Giggs og Wayne Rooney spiluðu allan leikinn.

Middlesbrough er því áfram í næstneðsa sæti ensku deildarinnar þremur stigum á eftir Hull sem situr í síðasta örugga sætiunu í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×