Innlent

Gengið á sjö stöðum

Göngum saman Margir tóku þátt í styrktargöngunni í fyrra.
Göngum saman Margir tóku þátt í styrktargöngunni í fyrra.

Árleg styrktarganga til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini, Göngum saman, verður haldin næsta sunnudag. Gengið verður á sjö stððum á landinu; Reykjavík, Ísafirði, Akureyri, Mývatnssveit, Egilsstöðum, Höfn og Vestmannaeyjum. Þáttaka kostar 3.000 krónur og renna göngugjöldin óskipt í styrktarsjóð félagsins. Öll vinna við undirbúning og framkvæmd er unnin af sjálfboðaliðum.

Göngum saman á rætur í grasrótarstarfi 22ja kvenna sem tóku þátt í Avon göngu í New York í október 2007 en þar er gengið til fjáröflunar fyrir rannsóknir og meðferð á brjóstakrabbameini.Nánari upplýsingar er að finna á www.gongumsaman.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×