Innlent

Utankjörfundur færist í Laugardalshöll

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.
Kosning utan kjörfundar vegna Alþingiskosninganna 25. apríl 2009 hófst á sýslumönnum um allt land um miðjan mars, en gengið verður til kosninga eftir 25 daga. 166 hafa greitt atkvæði í Reykjavík og þá hafa 73 atkvæði borist bréfleiðis, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur kjörstjóra hjá sýslumanninum í Reykjavík.

11.750 greiddu atkvæði utankjörfundar fyrir kosningarnar í maí 2007 og 1350 atkvæði bárust embættinu bréfleiðis. Bergþóra segir að reynslan sýni að langflestir kjósi seinustu dagana fyrir kjördag.

Utankjörfundur hefur staðið yfir í Reykjavík frá því 14. mars en færist á morgun í Laugardalshöll. Kjósendur geta kosið frá klukkan tíu á morgnana til klukkan tíu á kvöldin. Þó verður lokað á  skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×