Enski boltinn

Greening frá næstu vikurnar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Greening í leik með West Brom.
Greening í leik með West Brom.

Botnlið West Brom hefur orðið fyrir áfalli en fyrirliði liðsins, Jonathan Greening, verður frá næstu fjórar til sex vikur. Þessi þrítugi miðjumaður meiddist á vinstra hné í bikarleik gegn Burnley um síðustu helgi.

Greening er algjör lykilmaður í liði West Brom og er mest skapandi miðjumaður liðsins. Hann hefur verið hjá félaginu síðan 2004.

Hann bætist á langan meiðslalista West Brom þar sem fyrir voru þeir Ishmael Miller, Neil Clement, Leon Barnett, Jonas Olsson, Abdoulaye Meite, James Morrison, Luke Moore og Craig Beattie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×