Enski boltinn

Alex Ferguson svartsýnn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, stjóri United.
Alex Ferguson, stjóri United. Nordic Photos / Getty Images

Sir Alex Ferguson var heldur svartsýnn eftir að hafa horft á sína menn í Manchester United tapa fyrir Fulham á útivelli, 3-0, í dag.

Sjö af átta varnarmönnum United eiga við meiðsli að stríða og hafa því þeir Michael Carrick og Darren Fletcher verið að leysa af í vörninni. En í dag náðu þeir ekki að stöðva Bobby Zamora og félaga í Fulham. Belginn ungi, Ritchie De Laet, var einnig í vörn United í dag.

„Ég sé ekkert ljós við enda ganganna," sagði Ferguson. „Ég get bara vonað að miðað við hvernig deildin er í dag að þessi úrslit séu ekki það slæm fyrir okkur. Ég vona að þessi úrslit muni ekki kosta okkur titilinn."

„Við verðum að fá varnarmenn okkar til baka ef við ætlum að eiga raunhæfan möguleika á að vinna titilinn. Það eru allir að leggja mikið á sig, leikmennirnir og sjúkraþjálfarar."

En Ferguson sagði að tapið í dag væri þeim mönnum sem spiluðu í leiknum ekki að kenna. „Það er mjög erfitt að tefla fram tveimur miðjumönnum í vörninni og svo er Ritchie de Laet aðeins 21 árs gamall. Hann býr ekki yfir þeirri reynslu sem er nauðsynleg í leikjum sem þessum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×