Erlent

Tölvuglæpum fjölgar um 33 prósent

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Tilkynningum um tölvuglæpi hefur fjölgað um 33 prósent í Bandaríkjunum síðasta árið og hefur fjárhagslegt tjón vegna slíkra glæpa aukist um 11 prósent á sama tíma. Alríkislögreglan bendir á að þetta sé fylgifiskur þess að æ meira sé um að hvers kyns fjárhagsupplýsingar einstaklinga og fyrirtækja rati á Netið. Algengasta tegund tölvutengdra glæpa er að vara sem greitt er fyrir á Netinu berist ekki kaupandanum eða greiðsla berist ekki seljanda. Þá eru karlmenn oftar en konur fórnarlömb tölvuglæpa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×