Erlent

Tölurnar sagðar niðurdrepandi

Við Nýhöfn Gjaldþrot í Danmörku í einum mánuði hafa ekki verið fleiri en í október frá því að mælingar hófust fyrir þrjátíu árum. Fréttablaðið/Pjetur
Við Nýhöfn Gjaldþrot í Danmörku í einum mánuði hafa ekki verið fleiri en í október frá því að mælingar hófust fyrir þrjátíu árum. Fréttablaðið/Pjetur

„Danska hagstofan hefur komið af stað mjög niður­drepandi umræðu vegna talna um fjölda gjaldþrota og nauðungar­uppboða,“ segir í frétt danska viðskiptablaðsins Børsen í gær.

Vitnað er til nýbirtra talna hagstofu landsins um að nauðungar­uppboð í Danmörku hafi ekki verið fleiri síðan í maí 1995 og gjaldþrot hafi ekki verið fleiri frá því að mælingar hófust fyrir þrjátíu árum, árið 1979.

„Í október urðu 537 gjaldþrot miðað við 490 í fyrra mánuði,“ er haft eftir hagstofunni, en aukningin milli mánaða nemur 9,6 prósentum. Þá voru í mánuðinum 423 nauðungaruppboð, átján prósentum fleiri en í september þegar þau voru 357.- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×