Erlent

Óljós staða í ísraelskum stjórnmálum

Enn er óljóst hver kemur til með að leiða nýja ríkisstjórn í Ísrael. Bæði Benjamín Netanyahu fyrrverandi forsætisráðherra og Tzipi Livni, utanríkisráðherra hafa lýst yfir sigri.

Þau tvö hafa mjög ólíka sýn á framtíðina. Netanyahu frambjóðandi Likud flokksins boðar harðlínustefnu gegn Palestínumönnum og frekara landnám á Vesturbakkanum. Livni frambjóðandi Kadima bandalagsins segir hinsvegar að eina vonin um frið sé að leggja niður allar landnemabyggðir þar. Það hyggst hún gera með góðu eða illu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×