Enski boltinn

Hull áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Peter Halmosi var hetja Hull í kvöld en hér á hann í baráttu við Brian Howard, leikmann Sheffield United.
Peter Halmosi var hetja Hull í kvöld en hér á hann í baráttu við Brian Howard, leikmann Sheffield United. Nordic Photos / Getty Images

Hull tryggði sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar eftir að liðið vann 2-1 sigur á Sheffield United.

Hull mætir sigurvegara leiks Arsenal og Burnley í fjórðungsúrslitunum en sá leikur fer fram þann 8. mars næstkomandi.

Fjórðungsúrslitin sjálf hefjast þó degi fyrr með leikjum Coventry og Chelsea annars vegar og Fulham og Manchester United hins vegar.

Á sama tíma og leikur Arsenal og Burnley fer fram eigast við Everton og Milldesbrough í þriðja leiknum í fjórðungsúrslitunum.

Leikmenn Hull þurfa því að bíða talsvert eftir næsta leik sínum í bikarkeppninni en erfiðlega hefur gengið að klára 16-liða úrslitin.

Hull komst yfir í leiknum í kvöld með sjálfsmarki Kyle Naughton á 26. mínútu. Markið var reyndar umdeilt þar sem boltinn fór af slánni og á marklínuna en dómarinn dæmdi boltann inni. Billy Sharp jafnaði svo metin fyrir gestina átta mínútum síðar.

Það var svo Peter Halmosi sem skoraði sigurmark Hull í leiknum á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Nick Barmby.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×