Það var ágætis veður en nokkuð napurt þegar Ísland tók á móti Suður-Afríku í vináttulandsleik á Laugardalsvelli í kvöld. Rúmlega 3.000 manns létu sjá sig á leiknum.
Þeirra á meðal var ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, Vilhelm Gunnarsson, sem myndaði leikinn í bak og fyrir.
Afraksturinn má sjá í myndaalbúminu hér að neðan. Myndirnar má sjá stærri með því að smella á þær.
Leiknum lyktaði annars með 1-0 sigri Íslands og það var Veigar Páll Gunnarsson sem skoraði eina mark leiksins.