Íslenski boltinn

Umfjöllun: Marel tryggði Val dýrmæt stig

Marel Baldvinsson í leik gegn Grindavík
Marel Baldvinsson í leik gegn Grindavík Mynd/Vilhelm

Valsmenn kræktu í þrjú dýrmæt stig í Reykjavíkurslag í Laugardal í kvöld, þar sem þeir báru sigurorð af Frömurum.

Það vakti athygli að Kjartan Sturluson var settur á bekkinn hjá Val og inn kom hinn ungi og efnilegi Haraldur Björnsson, en Kjartan hefur gert afdrifarík mistök í markinu í upphafi móts.

Haraldur gat þó lítið gert í því þegar Framarar náðu forystunni á 20.mínútu. Hjálmar Þórarinsson komst þá inn í teiginn vinstra megin eftir góða skyndisókn, lagði boltann fyrir markið þar sem Paul McShane kom á ferðinni og skoraði örugglega.

Eftir markið voru Framarar sterkara liðið á vellinum og Valsmenn í töluverðu basli. Undir lok hálfleiksins náðu Valsarar hins vegar aðeins að bæta í og rétt leikhlé skoraði Bjarni Ólafur Eiríksson með góðum skalla eftir aukaspyrnu Ian Jeffs. Hannes Þór Halldórsson var heldur framarlega í markinu og hefði eflaust viljað gera betur.

Í seinni hálfleiknum léku Valsmenn mun betur en í þeim fyrri og greinilegt var að Willum Þór hafði rætt vel við sína menn í leikhléi. Strax á 49.mínútu skoraði Marel Baldvinsson með góðum skalla eftir frábæra sendingu frá Ólafi Páli Snorrasyni og reyndist það sigurmarkið.

Það sem eftir lifði leiks var baráttan í fyrirrúmi og lítið fór fyrir fallegum fótbolta. Framarar ógnuðu Valsmarkinu ekki að ráði og gestirnir náðu því í 3 dýrmæt stig í baráttunni í Pepsi-deildinni.

Fram - Valur 1-2

1-0 Paul McShane (20.mín)

1-1 Bjarni Ólafur Eiríksson (43.mín)

1-2 Marel Jóhann Baldvinsson (49.mín)

Laugardalsvöllur. Áhorfendur: 812

Dómari: Jóhannes Valgeirsson (6)

Skot (á mark): 6-2 (12-6)

Varin skot: Hannes 3 - Haraldur 1

Horn: 2 - 6

Aukaspyrnur fengnar: 9 - 12

Rangstöður: 3 - 0

Fram (4-4-2)

Hannes Þór Halldórsson 6

Almarr Ormarsson 5

Auðun Helgason 5

Kristján Hauksson 3

Samuel Tillen 4

Heiðar Geir Júlíusson 5

Halldór Hermann Jónsson 5

Paul McShane 7

Josep Tillen 5

(73 Ingvar Ólason -)

Ívar Björnsson 5

(83 Alexander Veigar Þórarinsson)

Hjálmar Þórarinsson 7

(83 Grímur B. Grímsson -)

Valur (4-4-2)

Haraldur Björnsson 6

Steinþór Gíslason 5

Atli Sveinn Þórarinsson 7

Guðmundur Viðar Mete 6

Bjarni Ólafur Eiríksson 7

Ólafur Páll Snorrason 7

Ian Jeffs 6

Sigurbjörn Hreiðarsson 5

Hafþór Ægir Vilhjálmsson 6

(85 Viktor Unnar Illugason -)

Guðmundur Steinn Hafsteinsson 6

Marel Jóhann Baldvinsson 8* - Maður leiksins

(90 Einar Marteinsson -)

Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Fram - Valur.

Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.




Tengdar fréttir

Kristján: Þetta er hundsvekkjandi

Framarinn Kristján Hauksson kom frá Val rétt áður en Pepsi-deildin hófst. Hann var auðvitað ósáttur eftir tap gegn sínum gömlu félögum.

Willum: Marel er í stuði

Valsmenn unnu dýrmætan sigur í Laugardal í kvöld þegar þeir báru sigurorð af Fram eftir að heimamenn höfðu náð forystunni snemma í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×