Umfjöllun: KR vann Fjölni eftir að hafa lent undir Elvar Geir Magnússon skrifar 19. júlí 2009 22:08 Mynd/Daníel KR-ingar minnkuðu forystu FH í deildinni niður í tíu stig þegar þeir sóttu sigur í Grafarvoginn gegn Fjölni. Líkt og þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni unnu KR-ingar eftir að hafa lent undir. Fjölnismenn byrjuðu með sömu uppstillingu og tryggði þeim sigur gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Liðið var vel varnarsinnað eins og það hefur verið síðustu leiki. Hjá KR tók Bjarni Guðjónsson út leikbann og Eggert Rafn Einarsson var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í sumar en hann lék í hægri bakverðinum. Þá lék Guðmundur Reynir Gunnarsson sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðan hann kom frá GAIS. KR réði ferðinni algjörlega í fyrri hálfleiknum en Hrafn Davíðsson var öryggið uppmálað í marki Fjölnis og varði nokkrum sinnum vel. En Fjölnismenn komust hinsvegar yfir gegn gangi leiksins eftir mistök hjá Jordao Diogo í vörn KR. Tómas Leifsson átti fasta fyrirgjöf sem Stefán Logi Magnússon hélt ekki og Húsvíkingurinn Andri Valur Ívarsson nýtti sér það og skoraði. Andri var að skora í öðrum leik sínum í röð. Fimm mínútum eftir þetta mark, eða á 27. mínútu, jafnaði KR. Eftir laglegt þríhyrningaspil skoraði Björgólfur Takefúsa með föstu skoti eftir sendingu Gunnars Arnar Jónssonar. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 þrátt fyrir að KR-ingar hefðu verið mun meira með boltann. Fjölnismenn komu sprækir til leiks í seinni hálfleik og voru nálægt því að skora. Andri Valur átti til dæmis stórhættulegt skot sem fór naumlega framhjá. En ekki komu heimamenn inn öðru marki og var þeim refsað fyrir það á 67. mínútu þegar Prince Rajcomar skoraði sigurmarkið. Prince var nýkominn inn sem varamaður þegar hann fékk sendingu frá Gunnari Erni og kom boltanum í netið. Á lokakafla leiksins áttu bæði lið hættulegar sóknir en fleiri urðu mörkin ekki og KR vann því 2-1 sigur. Fjölnir - KR 1-2 1-0 Andri Valur Ívarsson (22.) 1-1 Björgólfur Takefusa (27.) 1-2 Prince Rajcomar (67.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 1.614 Dómari: Magnús Þórisson (6) Skot (á mark): 10-14 (2-9) Varin skot: Hrafn 7 - Stefán 1 Hornspyrnur: 5-5 Rangstöður: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Fjölnir (5-2-3)Hrafn Davíðsson 7 Illugi Þór Gunnarsson 6 (87. Ágúst Þór Ágústsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 6 Ólafur Páll Johnson 6 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Vigfús Arnar Jósepsson 6 (73. Olgeir Sigurgeirsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 5 Tómas Leifsson 7 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 7 (73. Ragnar Heimir Gunnarsson -)KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Eggert Rafn Einarsson 5 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 7 Jónas Guðni Sævarsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (65. Prince Rajcomar 7) *Gunnar Örn Jónsson 7 - Maður leiksins (70. Gunnar Kristjánsson 6) Björgólfur Takefusa - 7 (76. Guðmundur Benediktsson -) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira
KR-ingar minnkuðu forystu FH í deildinni niður í tíu stig þegar þeir sóttu sigur í Grafarvoginn gegn Fjölni. Líkt og þegar liðin áttust við í fyrri umferðinni unnu KR-ingar eftir að hafa lent undir. Fjölnismenn byrjuðu með sömu uppstillingu og tryggði þeim sigur gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Liðið var vel varnarsinnað eins og það hefur verið síðustu leiki. Hjá KR tók Bjarni Guðjónsson út leikbann og Eggert Rafn Einarsson var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í sumar en hann lék í hægri bakverðinum. Þá lék Guðmundur Reynir Gunnarsson sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni síðan hann kom frá GAIS. KR réði ferðinni algjörlega í fyrri hálfleiknum en Hrafn Davíðsson var öryggið uppmálað í marki Fjölnis og varði nokkrum sinnum vel. En Fjölnismenn komust hinsvegar yfir gegn gangi leiksins eftir mistök hjá Jordao Diogo í vörn KR. Tómas Leifsson átti fasta fyrirgjöf sem Stefán Logi Magnússon hélt ekki og Húsvíkingurinn Andri Valur Ívarsson nýtti sér það og skoraði. Andri var að skora í öðrum leik sínum í röð. Fimm mínútum eftir þetta mark, eða á 27. mínútu, jafnaði KR. Eftir laglegt þríhyrningaspil skoraði Björgólfur Takefúsa með föstu skoti eftir sendingu Gunnars Arnar Jónssonar. Staðan var jöfn í hálfleik 1-1 þrátt fyrir að KR-ingar hefðu verið mun meira með boltann. Fjölnismenn komu sprækir til leiks í seinni hálfleik og voru nálægt því að skora. Andri Valur átti til dæmis stórhættulegt skot sem fór naumlega framhjá. En ekki komu heimamenn inn öðru marki og var þeim refsað fyrir það á 67. mínútu þegar Prince Rajcomar skoraði sigurmarkið. Prince var nýkominn inn sem varamaður þegar hann fékk sendingu frá Gunnari Erni og kom boltanum í netið. Á lokakafla leiksins áttu bæði lið hættulegar sóknir en fleiri urðu mörkin ekki og KR vann því 2-1 sigur. Fjölnir - KR 1-2 1-0 Andri Valur Ívarsson (22.) 1-1 Björgólfur Takefusa (27.) 1-2 Prince Rajcomar (67.) Fjölnisvöllur. Áhorfendur: 1.614 Dómari: Magnús Þórisson (6) Skot (á mark): 10-14 (2-9) Varin skot: Hrafn 7 - Stefán 1 Hornspyrnur: 5-5 Rangstöður: 2-2 Aukaspyrnur fengnar: 11-8 Fjölnir (5-2-3)Hrafn Davíðsson 7 Illugi Þór Gunnarsson 6 (87. Ágúst Þór Ágústsson -) Ásgeir Aron Ásgeirsson 6 Ólafur Páll Johnson 6 Gunnar Valur Gunnarsson 5 Vigfús Arnar Jósepsson 6 (73. Olgeir Sigurgeirsson -) Magnús Ingi Einarsson 5 Gunnar Már Guðmundsson 5 Tómas Leifsson 7 Jónas Grani Garðarsson 6 Andri Valur Ívarsson 7 (73. Ragnar Heimir Gunnarsson -)KR (4-4-2) Stefán Logi Magnússon 5 Eggert Rafn Einarsson 5 Mark Rutgers 7 Grétar Sigfinnur Sigurðarson 7 Jordao Diogo 5 Óskar Örn Hauksson 7 Jónas Guðni Sævarsson 7 Baldur Sigurðsson 6 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6 (65. Prince Rajcomar 7) *Gunnar Örn Jónsson 7 - Maður leiksins (70. Gunnar Kristjánsson 6) Björgólfur Takefusa - 7 (76. Guðmundur Benediktsson -)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Ísland - Lúxemborg | Strákarnir verða að vinna Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Jon Dahl rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Sjá meira