Enski boltinn

Schumacher kæmist ekki langt á Minardi bíl

Briatore furðaði sig á Kaka-málinu
Briatore furðaði sig á Kaka-málinu NordicPhotos/GettyImages

Flestir þeir sem fylgjast á annað borð með knattspyrnu hafa eflaust myndað sér skoðun á fyrirhuguðum kaupum Manchester City á Brasilíumanninum Kaka hjá AC Milan.

Eins og flestir vita varð ekkert af kaupunum en mönnum ber ekki saman um hvort það var Kaka, Milan eða Manchester City sem klúðraði öllu saman.

Flavio Briatore yfirmaður Renault í Formúlu 1 og einn eiganda QPR í ensku B-deildinni, er maður sem þekkir vel til í knattspyrnunni bæði í heimalandi sínu Ítalíu og nú síðast á Englandi.

Hann lýsti skoðun sinni á Kaka-málinu með skemmtilegri myndlíkingu.

"Michael Schumacher myndi ekki gera neinar rósir ef þú settir hann um borð í Minardi-bíl. Á sama hátt hefði Manchester City ekki gert nokkurn skapaðan hlut jafnvel þó þeim hefði tekist að kaupa Kaka. Þeir eru ekki með öllu mjalla," sagði Briatore í samtali við Daily Telegraph.

Blaðið hefur ennfremur eftir Kaka að "hann hafi ekki einu sinni gefið sér hálfa mínútu" til að íhuga að ganga í raðir Manchester City og að málið hefði verið einn stór hrærigrautur - hann hefði aldrei ætlað sér að fara frá Milan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×