Innlent

Þrír handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot

Þrír einstaklingar hafa verið handteknir vegna gruns um stórfellt fíkniefnabrot. Þetta staðfestir lögreglan.

Mennirnir voru handteknir í grennd við Djúpavog í gærkvöldi. Grunur leikur á að þeir hafi verið að taka fíkniefni úr skútu sem nú siglir nálægt Höfn í Hornafirði.

Ekki er ljóst hvort lögreglan hafi handsamað þá sem stjórna skútunni en umfangsmiklar aðgerðir hafa verið í gangi samkvæmt íbúum bæjarins. Þar mátti sjá þyrlur sveima.

Þær eru núna lentar en Fokker flugvél tók á loft fyrir nokkru.


Tengdar fréttir

Smyglskúta á flótta

Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði.

Nokkrir handteknir og þyrlur lentar

Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.

Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði

Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.