Erlent

Þrír féllu í átökum við Kúrda

Átök í Istanbúl. Lögregla lenti í skotbardaga.fréttablaðið/AP
Átök í Istanbúl. Lögregla lenti í skotbardaga.fréttablaðið/AP

Skotbardagi braust út í gær á götum Istanbúl milli lögreglu og herskárra Kúrda. Bardaginn stóð í klukkustund og að honum loknum lágu þrír í valnum. Einn hinna látnu var lögreglumaður, annar Kúrdi og sá þriðji saklaus vegfarandi. Auk þess særðust átta aðrir.

Átökin hófust þegar lögregla lét til skarar skríða gegn herskáum hópum vinstrimanna, múslima og Kúrda. Meira en fjörutíu manns voru handteknir.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×