Innlent

Meirihlutann skortir kjark

Seltjarnarnes .Viðsnúningur hefur orðið á rekstri bæjarsjóðs og stefnir í halla.
Seltjarnarnes .Viðsnúningur hefur orðið á rekstri bæjarsjóðs og stefnir í halla.

„Þessi áætlun tekur ekkert á breyttri og verri stöðu bæjarsjóðs og virðist meirihlutinn ekki hafa kjark til taka á brýnum málum hvað varðar fjárhag bæjarins,“ segir í bókun sem bæjarfulltrúar minnihluta Neslistans lögðu fram á síðasta bæjarstjórnarfundi á Seltjarnarnesi. Þar var kynnt fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árin 2010 til 2012.

Fulltrúar minnihlutans sögðu stefna í mikinn halla hjá bænum þessu ári. Þriggja ára áætlunin væri stefnuyfirlýsing meirihluta sjálfstæðismanna til næstu ára og alfarið á ábyrgð sjálfstæðismanna. Þess vegna myndu fulltrúar Neslistans sitja hjá við afgreiðslu áætlunarinnar.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×