Enski boltinn

Hætt við rannsókn á Assou-Ekotto

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Assou-Ekotto og Tim Cahill í handalögmálum.
Assou-Ekotto og Tim Cahill í handalögmálum. Nordic Photos / Getty Images

Stuðningsmaðurinn sem ásakaði Benoit Assou-Ekotto, leikmann Tottenham, um að hafa slegið sig hefur dregið ásökunina til baka.

Atvikið átti sér stað eftir leik Tottenham og Wolves um síðustu helgi en lögreglan hefur nú ákveðið að hætta við rannsókn sína á málinu. Enska knattspyrnusambandið hefur einnig sagt að það muni ekki grípa til aðgerða.

Joe Jordan, aðstoðarknattspyrnustjóri Tottenham, þurfti að draga Assou-Ekotto afsíðis eftir atvikið. Talsmaður félagsins sagði að téður stuðningsmaður muni hitta Assou-Ekotto nú síðar í vikunni til að ljúka málinu farsællega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×