Erlent

Umferðarslys í Kaliforníu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tæplega 40 slasaðir eftir að hópferðabifreið valt á þjóðvegi í Kaliforníu í morgun. Tildrög slyssins eru enn óljós en farþegarnir voru flestir franskir ferðamenn. Tólf sjúkrabílar og sjö björgunarþyrlur voru send á vettvang með hraði og vinnur björgunarlið nú að því að hjálpa farþegunum út úr flaki bifreiðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×