Enski boltinn

Mál Hermanns í biðstöðu

NordicPhotos/GettyImages

Framtíð Hermanns Hreiðarssonar hjá Portsmouth er enn óráðin, en ræðst væntanlega snemma í næstu viku.

Nokkur félög hafa sýnt Hermanni áhuga undanfarna daga og hefur hann m.a. verið orðaður við Celtic og Rangers í Glasgow og nokkur lið í Championship deildinni á Englandi, svo sem Íslendingalið Reading.

Hermann er með nokkur samningstilboð á borðinu en þessa stundina er verið að reyna að ganga frá lausum endum við Portsmouth.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×