Enski boltinn

Meiðslavandræði Manchester halda áfram - Rafael ökklabrotinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Rafael.
Þetta eru mikil vonbrigði fyrir Rafael. Mynd/GettyImages

Brasilíski bakvörðurinn Rafael verður ekkert með Manchester United næsta mánuðinn eftir að í ljós kom að hann er ökklabrotinn. Rafael meiddist í deildarleik gegn Blackburn um síðustu helgi. Mancehster United verður því án þessa 18 ára skemmtilega leikmanns í úrslitaleik deildarbikarsins gegn Tottenham á sunnudaginn.

"Rafel verður ekkert með næsta mánuðinn. Þetta er áfall fyrir strákinn því hann hefur verið með í öllum leikjum og verið að standa sig vel. Hann átti skilið að fá að spila úrslitaleikinn," sagði Sir Alex Ferguson, stóri Manchester United en hann ætlar að leyfa öðrum ungum leikmönnum að baða sig í sviðsljósinu um helgina.

"Darron Gibson og Danny Welbeck munu báðir spila og eiga það skilið. Jonny Evans verður líka vonandi búinn að ná sér eftir Meistaradeildarleikinn á þriðjudaginn því eins og með Rafael þá á hann skilið að spila þennan úrslitaleik," sagði Ferguson sem er ekki búinn að ákveða hver stendur í markinu þar sem Edwin van der Sar verður ekki með. "Þetta verður ekki auðveld ákvörðun," sagði Sir Alex sem mun velja á milli Ben Foster og Tomasz Kuszczak.

Fyrirliðinn Gary Neville verður hinsvegar með United í leiknum en hann hefur búinn að æfa vel í eina viku og fer með United til London.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×