Enski boltinn

Defoe vill fara frá Portsmouth

Elvar Geir Magnússon skrifar

Stjórnarmaður hjá Portsmouth hefur staðfest að sóknarmaðurinn Jermain Defoe hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að yfirgefa Fratton Park. Defoe hefur verið orðaður við Tottenham.

Portsmouth ætlar ekki að selja Defoe á neinu útsöluverði. „Við erum ekki félag sem neyðir leikmenn til að spila fyrir okkur ef þeir vilja það ekki," sagði talsmaður Portsmouth.

Harry Redknapp, fyrrum stjóri Portsmouth og núverandi stjóri Tottenham, er mikill aðdáandi Defoe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×