Lífið

Idolstjarna býr hjá pabba og mömmu

Helgi Rafn.
Helgi Rafn.

Lítið hefur heyrst frá hjartaknúsaranum Helga Rafni Ingvarssyni undanfarið en hann gaf út sólóplötu í framhaldi af þátttöku sinni í fyrstu þáttaröð Idol Stjörnuleitar. Helgi hefur verið önnum kafinn við nám í Listaháskóla Íslands og stefnir á útskrift í vor.

„Ég er að útskrifast úr tónsmíðum frá LHÍ, þar sem ég hef verið síðustu 3 vetur. Var reyndar í skiptinámi í Svíþjóð fyrir áramót og er núna að leggja lokahönd á lokaverkefnið," segir Helgi en útskriftarverkefnið hans er tónlistarkvikmynd sem hann segir í raun vera langt tónlistarmyndband með söguþræði.

„Maður lifir bara svona námsmanna-og listamannslífi og býr hjá pabba og mömmu. Ég er samt í sambandi sko."

Myndin verður sýnd í Salnum í Kópavogi í apríl og er aðgangur öllum opinn eins og jafnan er um sýningar á verkum útskriftarnema LHÍ.

„Já ég ætla að sérhæfa mig í leikhúss-og kvikmyndatónlist og stefni að því að fara annað hvort til Bandaríkjanna eða Englands í meistaranám á næsta ári. Ég er aðallega í því að semja tónlist og er ekki mikið að syngja lengur, en svolítið."

Spurður hvort hann hafi fylgst með Idol Stjörnuleit eftir að hann lauk þátttöku segist hann hafa horft á 2. þáttaröð en síðan lítið fylgst með enda mikið að gera í náminu. „Ég ætla samt að horfa á þáttinn á föstudaginn og langar að fylgjast með þessari þáttaröð," segir Helgi sem býr enn í foreldrahúsum.

„Maður lifir bara svona námsmanna-og listamannslífi og býr hjá pabba og mömmu. Ég er samt í sambandi sko," segir hjartaknúsarinn ungi að lokum.

Skoða Idolsíðu Vísis hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.