Enski boltinn

Van der Sar til Hollands í læknisskoðun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edwin van der Sar í leik með Manchester United.
Edwin van der Sar í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Edwin van der Sar mun fara til Hollands til að láta skoða hnémeiðsli sín en hann meiddist í leik United gegn Everton þann 21. nóvember síðastliðinn.

„Edwin er á leið aftur til Hollands. Þar getur hann breytt um umhverfi og látið lækni hollenska landsliðsins kíkja á meiðslin," sagði Ferguson.

Upphaflega var talið að Van der Sar myndi aðeins missa af nokkrum leikjum vegna meiðslanna en sem stendur er ekki útlit fyrir að hann sé að fara að spila á næstunni.

„Edwin hefur aldrei orðið fyrir svona meiðslum áður og því fannst okkur það góð hugmynd að leyfa honum að fara. Hann kemur svo aftur eftir nokkra daga," bætti Ferguson við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×