Erlent

Bankabjörgun Bandaríkjanna ónóg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Timothy Geithner.
Timothy Geithner. MYND/Redux/Eyevine

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, hefur viðurkennt að fyrri bankabjörgunaráætlun stjórnvalda þar í landi hafi engan vegin nægt til að rétta bankakerfið við.

Geithner kynnti í gær nýja áætlun sem gengur út á að útvega yfir 2.000 milljarða dollara til að bjarga fjármálakerfinu og koma lánamálum í eðlilegt horf á ný. Geithner fór ekki í neinar grafgötur með það að nýja björgunaráætlunin yrði dýr, tímafrek og áhættusöm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×