Enski boltinn

Gerrard: Við spiluðum eins og menn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar marki sínu í dag.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, fagnar marki sínu í dag. Mynd/AFP

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var að sjálfsögðu afar kátur eftir 4-1 stórsigur Liverpool á Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í dag.

„Þetta var stórskostlegt og við sýndum frábæran karakter eftir að við lentum marki undir. Þetta var þægilegt í lokin en það munaði miklu um að þeir voru manni færri," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool eftir leikinn.

Gerrard kom Liverpool yfir með marki úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og þá var Nemanja Vidic rekinn útaf fyrir að brjóta á fyrirliðanum þegar hann var að sleppa í gegn.

„Við spiluðum eins og menn í dag. Vonandi höfum við gefið öðrum liðum trúnna að þau geti unnið United," sagði Gerrard en Liverpool þarf að treysta á að önnur lið taki stig af Manchester í síðustu tíu umferðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×