Fótbolti

Stærsta heimatap United í sögu úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nemanja Vidic fékk að líta rauða spjaldið frá Alan Wiley dómara leiksins.
Nemanja Vidic fékk að líta rauða spjaldið frá Alan Wiley dómara leiksins. Mynd/AFP

Manchester United hefur aldrei tapað stærra á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni en liðið gerði á móti Liverpool í stórslagnum á Old Trafford í dag. United hafði tvisvar tapað 0-3 en aldrei 1-4.

Enska úrvalsdeildin hefur verið til síðan 1992/93 en síðasta 1-4 tap Manchester United á heimavelli var á móti Queens Park Rangers á nýársdag 1992. Dennis Bailey skoraði þrennu fyrir QPR í leiknum.

Stærsta heimatap Manchester United frá upphafi er frá 10. september 1927 þegar liðið steinlá 1-7 fyirr Newastle.

Stærstu heimatöp Manchester United í ensku úrvalsdeildinni:

-3 14. mars 2009 Manchester United - Liverpool 1-4

-3 19. ágúst 1992 Manchester United - Everton 0-3

-3 1. desember 2001 Manchester United - Chelsea 0-3






Fleiri fréttir

Sjá meira


×