Zamora sá um United Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2009 17:02 Bobby Zamora og Clint Dempsey fagna marki þess fyrrnefnda í dag. Nordic Photos / AFP Bobby Zamora átti þátt í tveimur mörkum og skoraði eitt þegar Fulham vann óvæntan en góðan sigur á Manchester United, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls hófust fjórir leikir í deildinni klukkan 15.00 í dag og má sjá úrslit og markaskorara leikjanna hér að neðan. United voru enn án fjölmargra varnarmanna í leiknum í dag og því voru þeir Darren Fletcher og Michael Carrick í vörninni sem og Ritchie de Laet, 21 árs gamall Belgi. Fulham fékk betri færi strax í upphafi leiks og þurfti Tomasz Kuszczak að verja frá Zoltan Gera sem komst í fínt skotfæri eftir góðan undirbúning Bobby Zamora. Aðeins fáeinum mínútum skoraði svo Fulham. Paul Scholes fékk boltann á miðjunni en leyfði Danny Murphy að hirða boltann af sér. Murphy lét svo vaða af rétt utan vítateigs og hafnaði boltinn í netinu, þó svo að Kuszczak hefði sjálfsagt átt að gera betur í markinu. Fulham átti fínan fyrri hálfleik og byrjaði þann síðari af miklum krafti. Strax á fyrstu mínútu komst Fulham í sókn. Damien Duff gaf boltann fyrir markið, Clint Dempsey skallaði hann fyrir fætur Zamora sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. United náði aðeins að bíta frá sér eftir þetta en tókst þó ekki að skora. Þess í stað náði Fulham að bæta við þriðja markinu. Brede Hangeland átti langa sendingu að vítateig United. Zamora náði að leggja boltann afar snyrtilega fyrir Damien Duff sem sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Zamora komst svo nálægt því að skora fjórða markið en þá náði Kuszczak að verja. En niðurstöðunni yrði ekki breytt - Fulham vann góðan sigur á United sem mátti sætta sig við fimmta tap í deildinni í vetur. Þetta þýðir að ef Chelsea vinnur West Ham á morgun ná þeir bláklæddu sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Aston Villa og Tottenham unnu bæði afar góða sigra í dag og gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Bæði lið eru í 33 stig í 3.-4. sæti deildarinnar. Þá slapp Manchester City við enn eitt jafnteflið eftir 4-3 dramatískan sigur á Sunderland. Það er þó spurning hvort sigurinn dugi til að bjarga starfi Mark Hughes hjá City. Úrslit og markaskorarar dagsins: Fulham - Manchester United 3-0 1-0 Danny Murphy (22.) 2-0 Bobby Zamora (46.) 3-0 Damien Duff (75.) Blackburn - Tottenham 0-2 0-1 Peter Crouch (45.) 0-2 Peter Crouch (83.) Aston Villa - Stoke 1-0 1-0 John Carew (61.) Manchester City - Sunderland 4-3 1-0 Roque Santa Cruz (4.) 2-0 Carlos Tevez, víti (12.) 2-1 John Mensah (16.) 2-2 Jordan Henderson (24.) 3-2 Craig Bellamy (35.) 3-3 Kenwyne Jones (62.) 4-3 Roque Santa Cruz (69.) Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira
Bobby Zamora átti þátt í tveimur mörkum og skoraði eitt þegar Fulham vann óvæntan en góðan sigur á Manchester United, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alls hófust fjórir leikir í deildinni klukkan 15.00 í dag og má sjá úrslit og markaskorara leikjanna hér að neðan. United voru enn án fjölmargra varnarmanna í leiknum í dag og því voru þeir Darren Fletcher og Michael Carrick í vörninni sem og Ritchie de Laet, 21 árs gamall Belgi. Fulham fékk betri færi strax í upphafi leiks og þurfti Tomasz Kuszczak að verja frá Zoltan Gera sem komst í fínt skotfæri eftir góðan undirbúning Bobby Zamora. Aðeins fáeinum mínútum skoraði svo Fulham. Paul Scholes fékk boltann á miðjunni en leyfði Danny Murphy að hirða boltann af sér. Murphy lét svo vaða af rétt utan vítateigs og hafnaði boltinn í netinu, þó svo að Kuszczak hefði sjálfsagt átt að gera betur í markinu. Fulham átti fínan fyrri hálfleik og byrjaði þann síðari af miklum krafti. Strax á fyrstu mínútu komst Fulham í sókn. Damien Duff gaf boltann fyrir markið, Clint Dempsey skallaði hann fyrir fætur Zamora sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. United náði aðeins að bíta frá sér eftir þetta en tókst þó ekki að skora. Þess í stað náði Fulham að bæta við þriðja markinu. Brede Hangeland átti langa sendingu að vítateig United. Zamora náði að leggja boltann afar snyrtilega fyrir Damien Duff sem sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. Zamora komst svo nálægt því að skora fjórða markið en þá náði Kuszczak að verja. En niðurstöðunni yrði ekki breytt - Fulham vann góðan sigur á United sem mátti sætta sig við fimmta tap í deildinni í vetur. Þetta þýðir að ef Chelsea vinnur West Ham á morgun ná þeir bláklæddu sex stiga forystu á toppi deildarinnar. Aston Villa og Tottenham unnu bæði afar góða sigra í dag og gefa ekkert eftir í toppbaráttunni. Bæði lið eru í 33 stig í 3.-4. sæti deildarinnar. Þá slapp Manchester City við enn eitt jafnteflið eftir 4-3 dramatískan sigur á Sunderland. Það er þó spurning hvort sigurinn dugi til að bjarga starfi Mark Hughes hjá City. Úrslit og markaskorarar dagsins: Fulham - Manchester United 3-0 1-0 Danny Murphy (22.) 2-0 Bobby Zamora (46.) 3-0 Damien Duff (75.) Blackburn - Tottenham 0-2 0-1 Peter Crouch (45.) 0-2 Peter Crouch (83.) Aston Villa - Stoke 1-0 1-0 John Carew (61.) Manchester City - Sunderland 4-3 1-0 Roque Santa Cruz (4.) 2-0 Carlos Tevez, víti (12.) 2-1 John Mensah (16.) 2-2 Jordan Henderson (24.) 3-2 Craig Bellamy (35.) 3-3 Kenwyne Jones (62.) 4-3 Roque Santa Cruz (69.)
Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Sjá meira