Innlent

Bjarni og Þorgerður funda um málið

Miðstjórn flokksins fundaði í Valhöll í dag.
Miðstjórn flokksins fundaði í Valhöll í dag.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður eru ekki á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem hófst klukkan 16:00 í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu funda þau um FL-Group málið svokallaða. Á fundinum munu þau vera að fara yfir stöðuna sem upp er komin í kjölfar frétta Stöðvar 2 af 30 milljóna króna styrk FL-Group til Sjálfstæðisflokksins árið 2006.

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins fundaði fyrr í dag þar sem ákveðið var að setja málið í hendurnar á flokksforystunni. Búist er við því að Bjarni og Þorgerður tjái sig um málið síðar í dag.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×